Skrýtið hvernig allt nú er Ég skoða enn og aftur myndirnar af þér Í skotum hugans búa minningar um allt það Sem ljúft var Um bjart vor Mín gæfuspor Þú leiddir mig inní ljósið Hvar lífið dafnar alltaf best Þú þráðir alla tíð ljósið Nú er sólin reyndar sest En samt er sem þú lýsir mér Gerist margt á langri leið Líka sumt sem getur valdið ringulreið Það veltur þangað víst sem vera vill um flest En ég veit nú svo vel Þú leiddir mig inní ljósið Hvar sem lífið dafnar alltaf best Þú þráðir alla tíð ljósið Nú er sólin reyndar sest En samt er sem þú lýsir mér enn Í sandi spor Senn kemur vor Þú leiddir mig inní ljósið Þar sem lífið dafnar alltaf best Þú þráðir alla tíð ljósið Nú er sólin rjóða sest En samt er sem þú lýsir minn veg Þú ert ennþá hér