Manstu fyrir langa löngu? Við sátum saman í skólastofu. Ég dáði þig en þú tókst ekki eftir mér, Ekki frekar en ég væri krækiber. Þú varst alltaf best í dönsku, það fyllti hinar stelpurnar vonsku, þegar kennarinn kallaði á þig til sín Og lét þig syngja á dönsku fyrir okkur hin. Ó, ég mun aldrei gleyma, Hve fallega þú söngst, þú söngst: "Der bor en bager í Nørregade. Han bager kringler og julekage. Han bager store, han bager små Han bager nogle með sukker på I hans vindu' er sukker sager Og heste grise og peberkager Og har du penge så kan du få Men har du ingen så kan du gå." Og svo mörgum árum seinna, þá lágu leiðir okkar beggja Til útlanda þar sem fórum við í háskóla Við lærðum söng og héldum saman tónleika. Og eina stjörnubjarta kvöldstund, ég kraup á kné, ó, hve nett var þín hönd, þú sagði: "Já", kysstir mig og nú erum við hjón Og eigum litla Gunnu og lítinn Jón. Ó, ég mun aldrei gleyma, Hve fallega þú söngst, þú söngst: "Der bor en bager í Nørregade. Han bager kringler og julekage. Han bager store, han bager små Han bager nogle með sukker på Og i hans vindu' er sukker sager Og heste grise og peberkager Og har du penge så kan du få Men har du ingen så kan du gå."