Þeir sem bara borða kjöt Og bjúgu alla daga þeir feitir verða og flón af því Og fá svo illt í maga. En gott er að borða gulrótina, Grófa brauðið, steinseljuna, Krækiber og kartöflur Og kálblöð og hrámeti. Þá fá allir mettan maga, Menn þá verða alla daga Eins og lömbin ung í haga, Laus við slen og leti. Sá er fá vill fisk og kjöt Hann frændur sína étur Og maginn sýkist molnar tönn Og melt hann ekki getur. En gott er að borða gulrótina, Grófa brauðið, steinseljuna, Krækiber og kartöflur Og kálblöð og tómata. Hann verður sæll og viðmótsljúfur Og vinamargur, heilladrjúgur Og fær heilar, hvítar tennur, Heilsu má ei glata.