Að morgni dags í spegilinn lítur Hann sýnir sjálfið nú og hér Þú starir fast, augnaráðið brýtur Reyndu að sjá það sem heimurinn sér Hættu að vera svona vondur við þig Vertu með sjálfum þér í liði Horfi í spegilinn, nú get ég loksins sagt Góðan daginn faggi Góðan dag Dagurinn í dag er betri en dagurinn í gær Góðan daginn faggi Góðan dag Ef dagurinn í dag er ekki betri en í gær Þá reynum við aftur á morgun Í dagsins önn í baksýnisspegli Sérð mann sem efast endalaust Þú bara ert, það er ekkert að þér Reyndu að finna trú og traust Hugsanir sem sífellt herja á þig Leyfðu þeim að ver'í friði Horfi á sjálfan mig nú get ég loksins sagt Góðan daginn faggi Góðan dag Dagurinn í dag er betri en dagurinn í gær Góðan daginn faggi Góðan dag Dagurinn í dag er betri en dagurinn í gær Góðan daginn faggi Góðan dag Ef dagurinn í dag er ekki betri en í gær Þá reynum við aftur á morgun