Í hinu eilífa tómi Eru svör án lausna Þar sem frumefnin fjögur mætast Sprettur upp holrúm tilverunnar Í kringum yljuna Hverfast dauðvona sálir Og vona að hrægammar meðvitundarinnar Sjái ekki að þau eru eitt Í yfirnáttúrulegum heimi Innbyrða vonarbörnin eitur Og gleðjast yfir komu endalokanna Hið næsta tilverustig Í botnlausum spiralstiga Eru svör án lausna Þar sem tröppurnar mætast Hrollvekur hlýjan hjartaræturnar Þó svörin sétt eitur Sprautar þú þig samt Þar sem tröppurnar mætast Umlykur þig ómótstæðileg sæla Sprautum okkur inn Og deyjum alsæl í nótt Svo tilveran leysist í svörin tóm Og stígum niður á næsta þrep