Ég skrifa bréf þótt skaki vindar hreysi Og skrifta fyrir þér Ég tíunda mitt eigið auðnuleysi Og allt sem að miður fer Því hafin yfir hversdagsleikann gráa Ert þú hjartans vina mín Ég ljósið slekk og langt í fjarskann bláa Leitar hugurinn til þín Svo ber ég eld að bréfkorninu mínu Þá batnar vistin hér Því fölur loginn fyllist brosi þínu Sem að fyrirgefur mér Og þannig brúar þessi litla skíma Þagnarinnar hyl Þú huldumey sem handan rúms og tíma Hefðir getað verið til Svo ber ég eld að bréfkorninu mínu Þá batnar vistin hér Því fölur loginn fyllist brosi þínu Sem að fyrirgefur mér Og þannig brúar þessi litla skíma Þagnarinnar hyl Þú huldumey sem handan rúms og tíma Hefðir getað verið til