Hvað er þessi blíða nema ruglun reyta Ljóss og logns sem varir alltof stutt? Og hvað er þessi jökull nema bleyta Sem bráðnar innan skamms og gufar upp? Lóuparið lúkkar vel á heiðinni og veit það. Leyfist mér að játa Að ég er leiður á þeim strax? Og löppum sínum óþolandi gæsir beita á íronískan máta, Beggja vegna sólarlags. Þú elskar fjöllin. Þú elskar fjallaloft. Þú ert ekki svöng, ekki þreytt, Fersk og leiðist ekki neitt. Þú elskar fjöllin. Þú elskar fjallaloft. Þú ert ekki svöng, ekki þreytt, Fersk og leiðist ekki neitt. Höglum hæfðar rjúpur ropa: „Hneit þar," á byssum gyrta böðla, Sem hrökkva þá í kút. Jú, lóuparið lúkkar vel, en því er ekki að neita Að það var eitthvað annað sem dró mig hingað út. Þú elskar fjöllin. Þú elskar fjallaloft. Þú ert ekki svöng, ekki þreytt, Fersk og leiðist ekki neitt. Þú elskar fjöllin. Þú elskar fjallaloft. Þú ert ekki svöng, ekki þreytt, Fersk og leiðist ekki neitt.