Urðarmenn skjálfa í næðingnum Og dauflegt er félagslífið í tugthúsum. Fylliraftar öskra í dimmum skotum. Og ráðherrar fá oftast magasár með aldrinum Prestar hafa púnga undir augum Úngbörn ota trébyssum að foreldrunum sínum Og harma það eitt að skotin skuli ekki hrífa. En því miður bíðum við eftir því Að hamingjubomban springi - plak - ... og friðurinn er tryggður. Það á ekki lengur við Að tala um blindan sem blindan. Það á ekki lengur við Að tala um lamaðan sem lamaðan. Það á ekki lengur við Að tala um heyrnalausan. Því enginn sér Því enginn heyrir Því enginn gengur Ekkert gerist lengur. Sjáið nú!, sagði blindur Við þann heyrnalausa, Þá er hinn lamaði stökk hæð sína. Vist er þessi vetur æði harður Og lítið um óseld bros. Samt megum við ekki gugna. Fólk er mikilsvert Og fólk er alveg lygilega gott.