Fjólublá nótt. Við horfðum á heiminn. Í þögninni heimurinn stóð kyrr. Þú dróst eitthvað seiminn, hikandi og feimin. Sem aldrei fyrr. Loks kom sá tími að orð gætu læknað þig, loks ko M sá tími að örlítil orð gætu lagt eitthvað til. Gætu brúað þetta bil. Ég forðaðist augu þín. Ég fann fyrir sál þinni en sagði ekki neitt. Nóttin var löng, nóttin var löng og ég beið og ég beið. Heimurinn var stór, svo ofboðslega stór og ég beið og ég beið. Fjólublá nótt. Við horfðum á heiminn. Í þögninni heimurinn stóð kyrr. Við sem áður áttum eilífð eigum nú Ekkert hér um bil. Í ærandi þögninni. Þetta var nótt hinna ósögðu orða. Þetta Var nótt hinna fánýtu orða sem flæktust fyrir. Flæktust bara fyrir. Ég forðaðist augu þín. Ég fann fyrir orðinu en sagði ekki neitt. Nóttin var löng, nóttin var löng og ég beið og ég beið. Heimurinn var stór, svo ofboðslega stór og ég beið og ég beið. Fyrirgefðu