Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg. Við skulum tjalda í grænum berjamó. Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær, Lindin þar niðar og birkihríslan grær. Leikur í ljósum Lokkum og angandi rósum, Leikur í ljósum Lokkum hinn fagnandi blær. Daggperlur glitra um dalinn færist ró. Draumar þess rætast sem gistir Vaglaskóg. Kveldrauðu skini á krækilyngið slær. Kyrrðin er friðandi, mild og angurvær. Leikur í ljósum Lokkum og angandi rósum, Leikur í ljósum Lokkum hinn þaggandi blær.