Ein úti á götu gekk, grannvaxin ljúf og þekk Yngismær feykifríð, fáklædd um sumartíð Aldrei ég áður sá augu svo himinblá Eða svo fimlegan fót Og hjartað mitt tók viðbragð og ég hentist út á mel Og hugðist reyna að nálgast þessa dís En sporlaust var hún horfin mér svo ung og yndisleg Ég enga henni fremur kýs Ein úti á götu gekk, grannvaxin ljúf og þekk Yngismær feykifríð, fáklædd um sumartíð Aldrei ég áður sá augu svo himinblá Eða svo fimlegan fót Og nú er það að verða eins og meinloka hjá mér Að mæna á allar konur hér í borg Ég leita bæði snemma og seint en hún er ekki hér Mitt hjarta er barmafullt af sorg Ein úti á götu gekk, grannvaxin ljúf og þekk Yngismær feykifríð, fáklædd um sumartíð Aldrei ég áður sá augu svo himinblá Eða svo fimlegan fót