Ég held ég sé í Heimaey Ég held ég hafi vilst hingað með skipi Og vappa um með gítar grey Og glamra á hann studdur einu gripi Þótt lögin séu lítil þekkt Er lífið býsna yndislegt Við alla nema litlu lundana Hér étur fólkið litlu lundana Inni í eyjum Umkringdur meyjum Ástleitnum peyjum ÍBV-treyjum Helgina við freyjum Inni í eyjum Ég held ég sé í Herjólfsdal Ég hugsa að ég doki við í bili Aðfall í þennan fagran dal er fáranlega nettur aldurtili Þá vaknar aftur upp við það að Veikur vargur renni í hlað Og brenni alla brekkuna með söng Gullsjóðandi heitum brekkusöng Inni í eyjum Umvafinn meyjum Ölkærum peyjum ÍBV-treyjum Á nóttinni við teygjum Inni í eyjum ♪ Helgin líður helst til fjótt En ég held að það komi önnur nótt Sem laumast inn í dalinn dálagleg Dalinn sem við elskum þú og ég Inni í eyjum Umkringdur meyjum Ástsjúkum peyjum ÍBV-treyjum Áhyggjunum fleygjum inni í eyjum Inni í eyjum Ofan í eyjum Uppi í eyjum Allir í eyjum Úr hamingju við deyjum Úti í eyjum