Þegar þjóðin loksins vaknar á Þorláksmessunni Og þarf að fara að hysja upp um sig Og almenningur kiknar undan pressunni, þá undarlegur sælufiðringur fer um mig. Húsmæðurnar tryllast og tapa kúlinu, Tæta úr hillum appelsín og malt. En ég tek ekki þátt í jólapúlinu því ég er fyrir löngu búinn að gera allt. Búinn að skreyta og taka til. Tréð og serían klár. Heimilið fyllist af ilm og yl. Ég eisaði þetta í ár. Meðan aðrir snuðra upp gjafir og reyna að krota í kort Og krakkasuðið magnast þúsundfallt Er kallinn bara heima að hamstra næstu sort því hann er fyrir löngu búinn að gera allt. Búinn að baka og taka til. Tíunda sortin er klár. Heimilið mökkfullt af mildum yl. Ég massaði þetta í ár. Búinn að öllu, bravó fyrir mér. Nú bíð ég sultuslakur eftir þér — desember. Ég hangi bara og hinkra eftir þér — desember.