Opið sár, tvinni og nál, Samhent tak,herði að. Stungan djúp, ég finn það, Hlúi að, auðvitað. Líttu upp, horfðu á mig, Faðmaðu þéttings fast. Tíminn læknar ekki neitt, Verð til staðar svona yfirleitt. Hvað ég sé Fylgir mér, Hvert sem er. Þungan ber ásamt þér, Brothætt gler. Opið sár, tvinni og nál, Hendurnar blóðugar. Í speglasal bergmálar, ég kalla á hjálp, fæ ekkert svar. Blóðheitt bál, frosin tár, Glerbrotin springandi. Eitrað loft, anda djúpt, Virðingin mölbrotin, Brosi samt í spegilinn. Hvað ég sé Fylgir mér, Hvert sem er. Þungan ber ásamt þér, Brothætt gler. Steyptar stoðir standa ekki Endalaust Ef þú lemur nógu fast Koma göt. Hvað ég sé Fylgir mér, Hvert sem er. Þungan ber ásamt þér, Brothætt gler.